Mánudagsmolar SA Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Miðlunartillaga samþykkt![]() ![]() Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og félagsmenn Eflingar samþykktu, með afgerandi meirihluta, miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent félagsmanna Eflingar greiddu atkvæði með tillögunni. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: „Allt er gott sem endar vel. Við þökkum embætti ríkissáttasemjara fyrir samstarfið, þeim Aðalsteini Leifssyni og Ástráði Haraldssyni ásamt starfsfólki. Við höfum sýnt ábyrga nálgun í fordæmalausri kjaradeilu. Nú er óvissu eytt og það ætti einungis að vera formsatriði að klára samninga á opinberum markaði. Ég trúi ekki öðru en að aðilar sem að þeim samningum koma finni til ábyrgðar sinnar. Línan sem mörkuð hefur verið er skýr og ég tel að þjóðin sé einhuga um að hana þurfi að verja.“ Þær hringdu bjöllunni![]() Á miðvikudaginn var Kauphallarbjöllunni hringt af kvenforstjórum skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þema dagsins í ár hjá UN Women var „DigitALL: Innovation and technology for gender equality“ sem vísar í mikilvægi nýsköpunar, framþróunar í tækni og menntunar til að ná fram kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna um allan heim. Samtök atvinnulífsins stóðu að deginum ásamt Nasdaq, UN Women og FKA. Aðrir sálmarBrellin er loðnan„Spennan er því mikil þegar dregur að vertíð. Gefur hún sig eða heldur hún sig fjarri?“ - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, skrifar um áhrifavalda gjöfullar loðnuvertíðar. Vafasamar ályktanir eftirlitsins„Spurningar hljóta því að vakna um það hvort greiningarhæfni innan stofnunarinnar sé ábótavant eða hvort greiningunni sé hreinlega ætlað að mála upp tortryggilega mynd af rekstri íslenskra fyrirtækja.“ - Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, skrifar um greiningu SKE á framlegð á dagvörumarkaði. |