Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Froðunni fleytt![]() ![]() Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Í umsögninni er lögð áhersla á þá óráðsíu sem ríki í ríkisfjármálum og þá staðreynd að tekjuhliðinni sé einvörðungu beitt til að stemma stigu við þensluaukningu og verðbólgu í hagkerfinu. Í ljósi þess að tekjuhliðin hafi ekki verið stærsta vandamálið í rekstri hins opinbera skýtur það skökku við að helstu aðgerðir í átt að hallalausum fjárlögum felist í tekjuöflun. Á sama tíma fer lítið fyrir skapandi lausnum þegar kemur að útgjaldahliðinni. Þá benda SA á að ekki sé víst að þær ráðstafanir sem grípa á til á tekjuhliðinni skili yfir höfuð auknum tekjum þegar upp er staðið. Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að tiltekt á útgjaldahliðinni sé markvissari leið til að skila varanlegum ávinningi í ríkisrekstri og lækkun skulda, en vaxtakostnaður ríkissjóðs er orðinn verulegur. SA kalla eftir því að staðið verði við fyrirheit um reglulegt endurmat útgjalda. Verklagið var boðað í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 en af einhverjum ástæðum hefur reynst erfitt að keyra þær umbætur í gang. Þá vilja SA ítreka kosti útgjaldareglu og leggja til að hún verði lögfest til hliðar við þær fjármálareglur sem þegar má finna í lögum um opinber fjármál. Fræðslumolar![]() SA vilja minna félagsmenn á að þeir geta nálgast fjölbreytta ráðgjöf um starfsmanna- og kjaramál á vinnumarkaðsvef SA. Lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA eru félagsmönnum svo til halds og trausts þegar þörf er á frekari aðstoð. Í dag er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: |