Mánudagsmolar SA Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Eyjólfur Árni endurkjörinn Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, með 96,45% greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda aðalfundar samtakanna. Niðurstaða kosningarninnar var kunngjörð á aðalfundi sem fór fram þann 15. maí. Ný inn í stjórn samtakanna koma Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. og Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Blaða- og fréttamenn semja um stöðugleika Á dögunum var langtímakjarasamningur undirritaður á milli annars vegar Samtaka atvinnulífsins og BÍ/Ríkisútvarpsins vegna Félags fréttamanna og hins vegar Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028 og byggir á Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í vor við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. Erum við kannski að leita að þér? Samtök atvinnulífsins óska eftir að ráða öflugan og drífandi einstakling í starf verkefnastjóra á málefnasviði SA með áherslu á umhverfis- orku og loftslagsmál. Starfið felst í að stýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast meðal annars umhverfis- orku og loftslagsmálum. Um tímabundna ráðningu er að ræða til 12 mánaða vegna afleysinga í fæðingarorlofi. Við stöndum vaktina Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu aðildar-fyrirtækja þannig að framleiðni og verðmætasköpun þeirra geti aukist. Samtök atvinnulífsins skiluðu nýverið inn umsögn áform um skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála. Lagareldi Á dögunum skiluðu Samtök atvinnulífsins inn umsögn um frumvarp til laga um lagareldi. Aðrir sálmar Hvernig sköpum við atvinnutækifæri fyrir öll? Samtök atvinnulífsins, Vinnumálastofnun og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins taka höndum saman og kynna nýtt starfstengt nám á kynningarfundi fyrir aðildarfyrirtæki SA þann 3. júní. Um er að ræða nám innan framhaldsfræðslunnar fyrir fatlað fólk í atvinnuleit sem er að stíga inn á almenna vinnumarkaðinn. UN Global Compact COE skýrsla 2022-2024 Samtök atvinnulífsins eru aðili að UN Global Compact (UNGC) - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Á dögunum skiluðu SA inn skýrslu með yfirliti yfir framlag sitt til UNGC síðastliðin tvö ár, eða ,,Communication on Engagement.“ Þar er farið yfir þær aðgerðir sem mælt er með að samtök, líkt og SA, fylgi eftir til þess að styðja sem best við tíu meginmarkmið sáttmálans. Molinn „Í yfirstandandi samningalotu, sem hófst haustið 2023, hafa Samtök atvinnulífsins undirritað 60 kjarasamninga sem samþykktir voru í 36 atkvæðagreiðslum, en að þessu sinni var meira um sameiginlegar atkvæðagreiðslur en verið hefur í undanförnum kjarasamningslotum. Þeir kjarasamningar sem gengið hefur verið frá ná til ríflega 110 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði.“ - Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2023 - 2024. |