Mánudagsmolar

No images? Click here

Skattspor ferðaþjónustunnar kynnt á fimmtudag

 

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst kl. 9.00.

Húsið opnar kl. 8.30. Boðið verður upp á morgunhressingu.

Flutt verða ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir SAF verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.

Fram koma:

- Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Magnús Á. Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
- Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
- Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar
- Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála Icelandia

Pétur Óskarsson, formaður SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, leiðir umræður.

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.

Frekari upplýsingar og skráning
 

Gott að móta stefnu – Verra að gleyma atvinnulífinu

 

Samtök atvinnulífsins telja að í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis á undanförnum árum sé brýnna en nokkru sinni að íslensk stjórnvöld marki skýra sýn um forgangsröðun í öryggis- og varnarmálum. SA telja þó að hlutverk atvinnulífsins sé vanmetið í tillögunni.

Lestu fréttina á vef SA
 

Áformum um sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar fagnað

 

SA hefur skilað umsögn um frumvarp um sameiningu Skipulagsstofnunar og HMS. Samtökin fagna einföldun stjórnsýslu, aukinni samlegð og fyrirhugaðri einni stafrænni lausn sem geti bætt skilvirkni í leyfisveitingum og þjónustu. Þá telja samtökin mikilvægt að sameiningin skili raunverulegri hagræðingu og að unnin verði fullnægjandi áhrifamat. Einnig er hvatt til samstarfs við einkaaðila við þróun stafrænnar þjónustu.

Lestu umsögnina á vef SA
 

Grafið undan samkeppnishæfni

 

Samtök atvinnulífsins, SVÞ og Viðskiptaráð Íslands hafa skilað sameiginlegri umsögn um frumvarp til markaðssetningarlaga. Þar er tekið undir markmið um styrkari neytendavernd og skýrara regluverk, en jafnframt bent á að frumvarpið feli í sér óljós og íþyngjandi ákvæði sem geta grafið undan samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og aukið reglubyrði. Þá er gerð alvarleg athugasemd við svokallaða „gullhúðun“ EES-reglna.

Lestu umsögnina á vef SA
 

Fagna viðleitni til hagræðingar í rekstri ríkisins

 

„Samtökin fagna allri viðleitni hins opinbera til að hagræða í rekstri ríkisins og telja það gleðiefni að yfirvöld séu reiðubúin að ráðast í sameiningar stofnana líkt og fyrirliggjandi frumvarp ber vitni um. Sé vel að sameiningunni staðið getur hún aukið samlegð og hagkvæmni, dregið úr kostnaði og einfaldað stjórnsýslu við m.a. leyfisveitingar og upplýsingagjöf,“ segir í umsögn SA um áform um sameiningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs.

Lestu umsögnina á vef SA
 

Upptaka frá Umhverfisdegi atvinnulífsins aðgengileg á vef SA

 

Upptaka frá fjölmennum Umhverfisdegi atvinnulífsins er aðgengilega á vef SA. Fjöldi fólks úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu tók þátt í umræðum um gagnsæi, kostnað og græna skatta.

Horfðu á Umhverfisdaginn á vef SA
 

Samfélagsmiðlar SA eru iðandi af lífi

 

Á Facebook, Instagram og LinkedIn geturðu fylgst með starfi Samtaka atvinnulífsins, viðburðum, skrifum og umsögnum. Nýtt efni á miðlunum er meðal annars fjöldi mynda frá Umhverfisdegi atvinnulífsins.

Fylgstu með SA á Facebook
Fylgstu með SA á Instagram
Fylgstu með SA á LinkedIn
 

Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði

 

Skýrslan Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði er nú aðgengilega á vef SA. Var skýrslan gefin út í tengslum við Ársfund atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu 2. október síðastliðinn. Útgáfan er ríflega 150 síður og gefur mikilvæga innsýn í stöðu útflutnings og mikilvægis hans fyrir samfélagið í fortíð, nútíð og þá ekki síst framtíð.

Lestu skýrslun á vef SA
 

Við erum alltaf á vaktinni

 

Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar.

Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA.

Lesa umsagnir
 

Gott að vita

 
 
 

Öflugur útflutningur
 

 
Sjá nánar

Haustskýrsla KTN 2025
 

 
 
Sjá nánar
 

Fræðsla um EKKO mál
 

 
Sjá nánar
 
 
 
 
  Share 
  Tweet 
  Share 
  Forward 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar

Pósturinn er sendur á tengiliðalista SA

Preferences  |  Unsubscribe