|
Mánudagsmolar No images? Click here Atvinnulífið fagnar breyttum áherslum en varar við víðtæku gildissviði
Einföld, gagnsæ og skýr löggjöf um rýni erlendrar fjárfestingar getur verið jákvæð en þótt tekið hafi verið tillit til gagnrýni atvinnulífsins á fyrri stigum málsins eru enn atriði sem þarfnast nánari skoðunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn sameiginlegri umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samorku, Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráðs.
Morgunverðarfundur um netöryggi á morgun, 28. október
Deloitte og Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar í Hörpu þriðjudaginn 28. október kl. 8:30–10:00. Léttur morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Á morgunverðarfundinum „Taktu stjórn til að efla öryggi“ verður fjallað um hvernig stjórnendur geta skapað traustara starfsumhverfi og aukið viðnámsþrótt gagnvart netógnum – án þess að flækja hlutina eða missa sjónar á daglegum rekstri. Ákvörðun um alþjóðlegt losunarkerfi frestað
Alþjóða siglingamálastofnunin (IMO), undirstofnun sameinuðu þjóðanna, fundaði í síðustu viku um kerfi sem leggur gjald á gróðurhúsalofttegundir sem skip losa. Niðurstaða fundarins var sú að ákvörðun um hið svokallaða Net-Zero Framework, var frestað um ár.
Frekar sértækan stuðning en almenna hækkun Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um hækkun frítekjumarks ellilífeyris. SA telja að almenn hækkun auki útgjöld ríkisins, þenslu og verðbólgu og hvetja stjórnvöld til að beina stuðningi fremur að þeim sem standa höllum fæti. Umhverfisdagur atvinnulífsins 24. nóvember
BM Vallá hlutu verðlaunin fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins á deginum í fyrra. Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 - 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku. Á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2025 verður kastljósinu beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum. Í kraftmikilli dagskrá leiðir áhrifafólk í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu saman hesta sína.
Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði Skýrslan Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði er nú aðgengilega á vef SA. Var skýrslan gefin út í tengslum við Ársfund atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu 2. október síðastliðinn. Útgáfan er ríflega 150 síður og gefur mikilvæga innsýn í stöðu útflutnings og mikilvægis hans fyrir samfélagið í fortíð, nútíð og þá ekki síst framtíð. Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins
Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins eru nú aðgengilegar á vef Samtaka atvinnulífsins. Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni eða einstök atriði. „Stór orð, litlar efndir“
„Ekkert má út af bregða svo markmið um afar hóflega skuldalækkun gangi ekki eftir í fyrstu fjárlögum nýrrar ríkisstjórnar. Ef frumjöfnuður ríkissjóðs eða hagvöxtur verður lítillega minni en gert er ráð fyrir mun skuldahlutfallið þvert á móti hækka fremur en lækka,“ segir meðal annars í ítarlegri umsögn SA um frumvarp til fjárlaga 2026. Við erum alltaf á vaktinni
Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar. Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA. Gott að vita |