|
Mánudagsmolar No images? Click here Hagnýt ráð til að draga úr veikindafjarvistum
Ein af frumskyldum fyrirtækja er að skapa með starfsfólki heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Markmið allra fyrirtækja ætti að vera að skapa umhverfi sem dregur úr veikindafjarvistum og styður við endurkomu til starfa úr veikindaleyfi. Það eru hagsmunir allra. En hvernig gerum við það? Þann 13. nóvember kl. 12.30 halda Samtök atvinnulífsins fund þar sem fulltrúar VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs kynna leiðir til að draga úr veikindafjarvistum. Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins og í streymi.
Tenging almannatrygginga við launavísitölu: Áform sem auka á vandann
„Ef tengja á bætur almannatrygginga við launavísitölu verður að hafa í huga að þróun launavísitölu hefur sögulega verið töluvert umfram almennar kjarasamningsbundnar launahækkanir eða kostnaðarmat kjarasamninga. Þessi þróun hefur stuðlað að meiri verðbólgu og hærra vaxtastigi en ella og hefur um langa hríð verið ein stærsta efnahagslega áskorun landsins,“ segir í umsögn Samtaka atvinnulífsins Umhverfisdagur atvinnulífsins 24. nóvember
BM Vallá hlutu verðlaunin fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins á deginum í fyrra. Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 - 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku. Á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2025 verður kastljósinu beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum. Í kraftmikilli dagskrá leiðir áhrifafólk í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu saman hesta sína.
Atvinnulífið styður styttingu bótatímabils
Í sameiginlegri umsögn SA, SI, SVÞ, SAF, SFS og Viðskiptaráðs um frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra styðja samtökin fyrirhugaða styttingu bótatímabils úr 30 mánuðum í 18, sem þau telja mikilvægt skref til að auka virkni og hvetja til endurkomu atvinnuleitenda á vinnumarkaðinn. Bent er á að rannsóknir sýni tengsl milli lengdar bótatímabils og meðaltíma atvinnuleysis, og að Ísland sé með lengsta bótatímabil á Norðurlöndum.
Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu „Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir," segir Ísak Einar Rúnarsson, forstöðumaður á málefnasviði SA í grein um áminningarskyldu opinberra starfsmanna.
Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði Skýrslan Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði er nú aðgengilega á vef SA. Var skýrslan gefin út í tengslum við Ársfund atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu 2. október síðastliðinn. Útgáfan er ríflega 150 síður og gefur mikilvæga innsýn í stöðu útflutnings og mikilvægis hans fyrir samfélagið í fortíð, nútíð og þá ekki síst framtíð. Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins
Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins eru nú aðgengilegar á vef Samtaka atvinnulífsins. Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni eða einstök atriði. Við erum alltaf á vaktinni
Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar. Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA. Gott að vita |