Mánudagsmolar SA

Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Hagsæld er í húfi

Divider line

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fór yfir mikilvægasta verkefni komandi vetrar, kjaraviðræðurnar, í bréfi til félagsmanna.

„Hagsæld er hvorki sjálfgefin né sjálfsögð, verkefnin okkar á komandi vetri endurspegla það. Við höfum öllu að tapa og ekkert að vinna ef við stöndum ekki saman.“

Bréf Sigríðar Margrétar
 

Húsnæðismál eru lífskjaramál

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skrifa um áskoranir í húsnæðismálum.

„Rót vandans er sú að á Íslandi eru of fáar íbúðir miðað við þarfir og fjölda landsmanna. Lausnin felst í því að byggja fleiri íbúðir til að koma jafnvægi á markaðinn. Ríkið er þar í forystuhlutverki en sveitarfélögin hafa mikið um það að segja hve margar íbúðir eru byggðar með áherslum sínum í skipulagsmálum og framboði byggingarhæfra lóða.“

Lesa grein
 

Aðrir sálmar

Aðhald eykur aura ráð

Lovísa Ólafsdóttir, starfsmaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs, skrifar um sparnað heimilanna:

„Þrátt fyrir að einkaneysla hafi aukist mikið á skömmum tíma í kjölfar heimsfaraldurs héldu íslensk heimili áfram að spara. Nú hefur aftur á móti dregið úr einkaneyslunni sem sýnir að aðgerðir Seðlabankans eru að skila árangri.“

Lesa grein
 

Sigríður Margrét gestur á Sprengisandi

Sigríður Margrét var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í gær:

„Þegar við erum að tala um fjármagnseigendur á Íslandi þá getum við ekki annað en litið í spegil. Stærsti hópur fjármagnseigenda á Íslandi í dag eru lífeyrissjóðirnir okkar. Lífeyrissjóðirnir okkar eru að varðveita sparnað fyrir þjóðina sem jafngildir um það bil sjö þúsund milljörðum.“

Hlusta á viðtalið
 

Fjórar langtímalausnir fyrir betra kjarasamningslíkan

 
 

Molinn

„Nú var það nánast regla að hagstjórnin miðaðist við úrlausn skammtímavanda en ekki stefnumörkun til lengri tíma; einkenndist hún af endalausum málamiðlunum, viðleitni til að staga í götin á kerfinu og aðlögun að hrossakaupum á milli hinna fjölmörgu sem áttu hagmsuna að gæta.“

-Frá kreppu til þjóðarsáttar: Saga Vinnuveitendasambands Íslands
1934 til 1999 

 
 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá