Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Afleit staða sem koma hefði mátt í veg fyrir![]() ![]() Á dögunum var greint frá því að stjórnarfrumvarp sem tryggja átti að ríkissáttasemjari gæti látið greiða atkvæði um miðlunartillögu yrði ekki lagt fram á yfirstandandi þingi. Vinnumarkaðsráðherra hefur látið hafa eftir sér að í kjölfar samtals við forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hyggist hann koma til móts við sjónarmið þeirra og freista þess að ná betri samstöðu um málið. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: „Þessi staða er nokkuð óvænt í ljósi þess að einurð virtist ríkja á meðal stjórnarflokkanna um mikilvægi þess að skýra og styrkja valdheimildir ríkissáttasemjara. Málið þolir enga bið enda er næsta kjaralota þegar hafin og fyrirséð að óvissa um lagaheimildir ríkissáttasemjara mun setja sterkan svip á íslenskan vinnumarkað á komandi vetri. Það er afleit staða sem koma hefði mátt í veg fyrir.“ Fræðslumolar á vinnumarkaðsvef SA![]() Félagsmenn eru minntir á að þeir geta nálgast fjölbreytta ráðgjöf um starfsmanna- og kjaramál á vinnumarkaðsvef SA. Lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA eru félagsmönnum svo til halds og trausts þegar þörf er á frekari aðstoð. Í dag er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: Skipulagning orlofs: Sumarið er handan við hornið og því ekki seinna vænna að huga að skipulagningu orlofs. Ef ekki hefur nú þegar verið kallað eftir óskum starfsmanna er núna rétti tíminn til að huga að því. Nánari upplýsingar um orlof og skipulagningu þess má finna á vinnumarkaðsvef SA. Orlofsuppbót: Orlofsuppbót ber að greiða 1. júní ár hvert og er full uppbót kr. 56.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023. Mikilvægt er að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi sem fyrst eftir að gengið er frá ráðningu. Góður undirbúningur og vandaður ráðningarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining síðar. Ítarlegar upplýsingar og drög af ráðningarsamningum má finna á vinnumarkaðsvef SA. Búið er að ganga frá kjarasamningum fyrir nær allt starfsfólk á almennum vinnumarkaði sem gilda til 31. janúar 2024. Viðbúið er að samið verði um launahækkanir sem taka muni gildi fljótlega eftir þann tíma. Þegar verið er að semja um persónubundin laun umfram lágmarkskjör kjarasamninga er unnt að flýta komandi launahækkunum kjarasamninga. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins![]() Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram þriðjudaginn 16. maí næstkomandi klukkan 12:00. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2023-2024. Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka. Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fara fulltrúar í fulltrúaráði með atkvæðarétt. Aðrir sálmarRáðumst að rót vandans„Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð.“ - Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, skrifar um launamun kynjanna. |