|
Mánudagsmolar No images? Click here Gleðilegt ár 2026!
Við hjá Samtökum atvinnulífsins óskum þér og þínum farsældar á nýju ári. Við hlökkum til samstarfsins 2026. „Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins“
Sigríður Margrét, framkvæmdastjóri SA, sagði í annál RÚV vel heppnaða sölu á Íslandsbanka standa upp úr í íslensku viðskipta- og atvinnulífi árið 2025. Hetjur ársins voru að hennar mati stofnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækjanna.
Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram fimmtudaginn 15. janúar 2025 klukkan 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu. Léttur morgunverður er frá klukkan 8:00. Þátttakendur eru: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, Arnar Birkir Dansson, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins og Orri Hauksson, stjórnarformaður First Water. Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs stjórnar fundinum. Óskað eftir tilefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins. Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku. Samfélagsmiðlar SA eru iðandi af lífi
Á Facebook, Instagram og LinkedIn geturðu fylgst með starfi Samtaka atvinnulífsins, viðburðum, skrifum og umsögnum. Nýtt efni á miðlunum er meðal annars fjöldi mynda frá Umhverfisdegi atvinnulífsins. Við erum alltaf á vaktinni
Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar. Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA. Gott að vita |