Mánudagsmolar

No images? Click here

Gleðilegt ár 2026!

 

Við hjá Samtökum atvinnulífsins óskum þér og þínum farsældar á nýju ári. Við hlökkum til samstarfsins 2026.

 

„Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins“

 

Sigríður Margrét, framkvæmdastjóri SA, sagði í annál RÚV vel heppnaða sölu á Íslandsbanka standa upp úr í íslensku viðskipta- og atvinnulífi árið 2025. Hetjur ársins voru að hennar mati stofnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækjanna. 

Horfðu á vef RÚV
 
 

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram fimmtudaginn 15. janúar 2025 klukkan 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.

Léttur morgunverður er frá klukkan 8:00.

Þátttakendur eru: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, Arnar Birkir Dansson, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins og Orri Hauksson, stjórnarformaður First Water.

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs stjórnar fundinum.

Nánari upplýsingar og skráning
 

Óskað eftir tilefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.
- Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
- Einungis er hægt að tilnefna aðildarfélaga innan SA.

Tilnefningar berist eigi síðar en föstudaginn 16. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.

Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.

Nánari upplýsingar á vef SA
 

Samfélagsmiðlar SA eru iðandi af lífi

 

Á Facebook, Instagram og LinkedIn geturðu fylgst með starfi Samtaka atvinnulífsins, viðburðum, skrifum og umsögnum. Nýtt efni á miðlunum er meðal annars fjöldi mynda frá Umhverfisdegi atvinnulífsins.

Fylgstu með SA á Facebook
Fylgstu með SA á Instagram
Fylgstu með SA á LinkedIn
 

Við erum alltaf á vaktinni

 

Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar.

Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA.

Lesa umsagnir
 

Gott að vita

 
 
 

Öflugur útflutningur
 

 
Sjá nánar

Haustskýrsla KTN 2025
 

 
 
Sjá nánar
 

Fræðsla um EKKO mál
 

 
Sjá nánar
 
 
 
 
  Share 
  Tweet 
  Share 
  Forward 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar

Pósturinn er sendur á tengiliðalista SA

Preferences  |  Unsubscribe