Mánudagsmolar SA Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Velkomin Sigríður Margrét ![]() Sigríður Margrét Oddsdóttir tók formlega við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Látum verkin tala ![]() Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók þátt í pallborðsumræðum á Húsnæðisþingi í síðustu viku. Sigríður Margrét fór yfir þær fjölþættu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði og mikilvægi þess að verkin séu látin tala. „Í stefnunni birtist mikill vilji til að fara í byggingarátak, sem er mikilvægt skref til að takast á við undirliggjandi framboðsvanda sem hefur fjölþætt áhrif í samfélaginu.“ Verðmætustu krónurnar Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, gerði meðal annars húsnæðiskostnað að umtalsefni sínu í grein í vikunni. „Þó margt jákvætt megi finna í nýrri Hvítbók um húsnæðismál er sláandi hversu stór hluti uppbyggingarinnar á að vera á forræði yfirvalda. Heilbrigð íbúðauppbygging ætti að eiga sér stað á markaðslegum forsendum, byggð á skilvirku ferli og fjárhagslegum hvötum. Húsnæði verður nefnilega ekki hagkvæmt þó það sé niðurgreitt af skattgreiðendum. Og uppbyggingu verður ekki flýtt án þess að byggingarhæfar lóðir séu til taks og tiltekt eigi sér stað í regluverki og stjórnsýslu sem styttir allt framkvæmdaferlið.“ Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir
|