Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður SA

Divider line

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í síðustu viku. Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, með 98.95% greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins.

Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf.

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Lesa frétt
 

Ný framkvæmdastjórn SA

Þau tímamót urðu á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag að kjörin var framkvæmdastjórn sem samanstendur af fimm konum og þremur körlum. Það er í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem framkvæmdastjórn er að meirihluta skipuð konum.

Framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2023-2024:
Eyjólfur Árni Rafnssson, formaður

Árni Sigurjónsson

Birna Einarsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir

Edda Rut Björnsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Jón Ólafur Halldórsson

Jónína Guðmundsdóttir

Eyjólfur Árni, formaður Samtaka atvinnulífsins:

„Ég vil þakka Rannveigu og Sigurði vel fyrir störf sín á vettvangi framkvæmdastjórnar samtakanna síðustu ár. Ennfremur hlakka ég mikið til að takast á við komandi verkefni með nýrri framkvæmdastjórn. Þetta eru afar ánægjuleg tímamót, því hér er brotið blað í sögu Samtaka atvinnulífsins og forvera þeirra á vinnumarkaði með skipan nýrrar framkvæmdastjórnar.“

Lesa frétt
 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins

 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2022-2023 kom út í liðinni viku. Þar er greint frá starfsemi ólíkra sviða samtakanna á síðasta starfsári.

Ávarp Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA, í ársskýrslunni:

„Ég þakka öllum fyrirtækjum í Samtökum atvinnulífsins og forsvarsmönnum þeirra fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf á starfsárinu. Einstök var samstaðan sem myndaðist í atvinnulífinu á örlagastundu þegar óvíst var hvort verkfallsátök myndu lama samfélagið um hríð. Fyrir það er ég þakklátur.  

En verkefnið er viðvarandi og því lýkur aldrei. Samstaða okkar er mikilvægari en nokkru sinni.“

 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2022-2023
 
 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá