Mánudagsmolar

No images? Click here

Umhverfisdagur atvinnulífsins nálgast!

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn  mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 - 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.

Auk kraftmikilla umræðna áhrifafólks í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu um gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins veitt í tíunda sinn.

Skráðu þig á vef SA
 

Hagnýt ráð til að draga úr veikindafjarvistum

 

13. nóvember kl. 12.30 halda Samtök atvinnulífsins fund þar sem fulltrúar VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs kynna leiðir til að draga úr veikindafjarvistum. Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins og í streymi.

Skráðu þig á fræðslufund
 

Bankið í ofnunum

 

„Það kemur ekki endilega á óvart að þeir sem aldrei hafa staðið í ströngu við tugmilljarða króna uppbyggingu á orkuinnviðum á virku eldstöðvakerfi hafi ekki sérstaka innsýn í hvað þarf til að slíkt dæmi gangi upp,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA í pistli sem birtist í Viðskiptablaðinu í liðinni viku.

Lestu greinina
 

SA fagna einföldun umsóknarferlis fyrir dvalar- og atvinnuleyfi

 

Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Frumvarpið felur í sér að umsýsla og útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði sameinuð í einn farveg hjá Útlendingastofnun. Markmiðið er að auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í afgreiðslu umsókna um tímabundin atvinnu- og dvalarleyfi.

Lestu fréttina á vef SA
 

Breytingar sem færa íslenskt lagaumhverfi nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum

 

Samtök atvinnulífsins fagna frumvarpi fjármála- og efnahagsráðuneytisins um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda sem miða að því að einfalda regluverk um erlendar fjárfestingar. Frumvarpinu er ætlað að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að sækja fjármagn erlendis frá og skapa þannig betri skilyrði fyrir nýsköpun og vöxt atvinnulífsins.

Lestu fréttina á vef SA
 

ETS: Kallað eftir undanþágum, fyrirsjáanleika og gagnsæi

 

Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar segja breytingar á löggjöf styrki og skýri lagaramma ETS kerfisins en telja jafnframt að tryggja þurfi markvissa framkvæmd sem byggir á eftirfarandi úrbótum:

  • Samráði við atvinnulífið við beitingu undanþáguheimilda í flugi og sjóflutningum
  • Fyrirsjáanleika og skýrum viðmiðum við úthlutun og skerðingu losunarheimilda
  • Réttlátri málsmeðferð og andmælarétt við áætlanir um losun
  • Skýrum kostnaðarviðmiðum og gagnsæi við gjaldtöku
  • Einfaldari og gagnsærri stjórnsýslu
Lestu umsögnina á vef SA
 

Varað við víðtækum áhrifum verði farið of geyst í innleiðingu

 

SA taka undir áhyggjur Samtaka ferðaþjónustunnar og benda á að nýtt gjaldakerfi muni hafa víðtæk áhrif á ferðaþjónustu, einkum bílaleigur, sem þurfi svigrúm til að aðlaga sig. Verði farið of geyst í innleiðingu gæti það skaðað samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands.

Í umsögninni gagnrýna SA einnig fyrirhugaða 32% hækkun kolefnisgjalds á dísel og gasolíu, sem komi ofan á 60% hækkun á þessu ári. Þannig muni gjaldið hækka um meira en 110% á einu ári.

Lestu fréttina á vef SA
 

Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði

 

Skýrslan Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði er nú aðgengilega á vef SA. Var skýrslan gefin út í tengslum við Ársfund atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu 2. október síðastliðinn. Útgáfan er ríflega 150 síður og gefur mikilvæga innsýn í stöðu útflutnings og mikilvægis hans fyrir samfélagið í fortíð, nútíð og þá ekki síst framtíð.

Lestu skýrslun á vef SA
 

Við erum alltaf á vaktinni

 

Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar.

Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA.

Lesa umsagnir
 

Gott að vita

 
 
 

Öflugur útflutningur
 

 
Sjá nánar

Vorskýrsla KTN 2025
 

 
 
Sjá nánar
 

Fræðsla um EKKO mál
 

 
Sjá nánar
 
 
 
 
  Share 
  Tweet 
  Share 
  Forward 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar

Pósturinn er sendur á tengiliðalista SA

Preferences  |  Unsubscribe