Mánudagsmolar

No images? Click here

Takk fyrir 2025!

 

Við hjá Samtökum atvinnulífsins þökkum fyrir árið og óskum ykkur gleðilegs árs 2026. Starfsár SA er helgað útflutningsgreinunum sem eru undirstaða lífgæða á Íslandi. Við þökkum sérstaklega fyrir hlýjar móttökur og kraftmikla fundi á Hringferð SA í byrjun sumars. Við erum stolt af því að starfa í þágu þess kraftmikla atvinnulífs sem knýr íslenskt samfélag.

 
 

Stofnun innviðafélags

„Samtökin hafa lengi varað við því að innviðauppbygging hafi í of mörgum tilfellum setið á hakanum á Íslandi og að útþensla opinberra tilfærslukerfa hafi verið á kostnað innviðauppbyggingar. Viðhaldsskuld á núverandi innviðum hefur safnast upp en sömuleiðis eru ýmsar vísbendingar um að skort hafi á nýfjárfestingar í innviðum, einkum opinberum innviðum,“ segir í umsögn SA um áform um stofnun innviðafélags.

Lestu umsögn SA
 

Atvinnulífið og almannavarnir

 

„Aukin meðvitund hefur orðið um hlutverk einkageirans innan almannavarnakerfisins, t.a.m. hefur opinberi og einkageirinn átt í viðamiklu samstarfi þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Samtökin hafa hins vegar kallað eftir þéttara samtali við stjórnvöld og frekari formfestu á samstarfi opinbera og einkageirans þegar kemur að almannavörnum. Með frumvarpinu er lagt til skýrara skipulag en hins vegar skortir enn á að aðkoma atvinnulífsins sé tryggð þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt á ýmsum sviðum almannavarnakerfisins,“ segir meðal annars í umsögn SA og SVÞ um frumvarp til laga um almannavarnir.

Lestu umsögn SA og SVÞ
 

Óskað eftir tilefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.
- Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
- Einungis er hægt að tilnefna aðildarfélaga innan SA.

Tilnefningar berist eigi síðar en föstudaginn 16. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.

Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.

Nánari upplýsingar á vef SA
 

Kaupgjaldsskrá nr. 32 er aðgengileg á vef SA

 

Kaupgjaldsskrá nr. 32 er aðgengileg á vef Samtaka atvinnulífsins. Í kaupgjaldsskrá SA eru umsamdir kauptaxtar í almennum kjarasamningum SA við landssambönd og landsfélög ASÍ. Einnig upplýsingar um reiknitölur, fatapeninga, verkfæragjald, fæðisgjald og aðra kjaratengda þætti kjarasamninga.

Kaupgjaldsskrá nr. 32. gildir frá 1. janúar 2026.

  • Laun hækka frá 1. janúar 2026 um 3,5% en þó kr. 23.750 að lágmarki, nema annað leiði af kauptöxtum sem fylgja kjarasamningunum.
  • Kauptaxtar kjarasamninga hækka sérstaklega. Því er mikilvægt að skoða launatöflur kjarasamninga ef starfsfólk fær greitt eftir lágmarkstöxtum. Sama á við um reiknitölu ákvæðisvinnu, þar sem það á við.
Nánar á vef SA
 

Samfélagsmiðlar SA eru iðandi af lífi

 

Á Facebook, Instagram og LinkedIn geturðu fylgst með starfi Samtaka atvinnulífsins, viðburðum, skrifum og umsögnum. Nýtt efni á miðlunum er meðal annars fjöldi mynda frá Umhverfisdegi atvinnulífsins.

Fylgstu með SA á Facebook
Fylgstu með SA á Instagram
Fylgstu með SA á LinkedIn
 

Við erum alltaf á vaktinni

 

Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar.

Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA.

Lesa umsagnir
 

Gott að vita

 
 
 

Öflugur útflutningur
 

 
Sjá nánar

Haustskýrsla KTN 2025
 

 
 
Sjá nánar
 

Fræðsla um EKKO mál
 

 
Sjá nánar
 
 
 
 
  Share 
  Tweet 
  Share 
  Forward 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar

Pósturinn er sendur á tengiliðalista SA

Preferences  |  Unsubscribe