Mánudagsmolar SA Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa Halldór Benjamín lætur af störfumÍ liðinni viku var greint frá því að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði ákveðið að láta af störfum hjá samtökunum en hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins á næstunni. „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi. Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi,“ sagði Halldór Benjamín af þessu tilefni.
„Í því verðbólguumhverfi sem nú ríkir leita margir sökudólga. Samkeppniseftirlitið lagðist í greiningarvinnu á dögunum og skoðaði framlegð á lykilmörkuðum. Ein helsta ályktun greiningarinnar var að álagning á dagvörumarkaði væri há í alþjóðlegum samanburði, sem gæfi tilefni til frekari rýni eftirlitsins. Eðlilega var þessari ályktun slegið upp í fjölmiðlum, enda var greiningin unnin af Samkeppniseftirlitinu, sem hefur víðtækt ákvörðunarvald þegar kemur að framvindu frjáls markaðshagkerfis hér á landi og vigt í umræðunni sem samræmist því. Sú mynd sat því eftir í huga almennings að íslenskir smásalar mökuðu krókinn í því verðbólguástandi sem nú ríkir. Þegar nánar er að gáð má sjá að fjölmargir alvarlegir ágallar eru á greiningu eftirlitsins." Í liðinni viku birtu Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu 23 athugasemdir sem samtökin gera við greiningu Samkeppniseftirlitsins á framlegð á lykilmörkuðum. 400 stærstu: Dregur úr þrýstingi á vinnumarkaði Gerð var grein fyrir niðurstöðum reglubundinnar könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins. Á meðal þess sem kom fram var að vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, versnaði nokkuð frá síðustu könnun. Aðeins fjórðungur stjórnenda telja aðstæður nú góðar fremur en slæmar, fyrir ári síðan var það aftur á móti um helmingur stjórnenda. |