Mánudagsmolar SA

Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Menningin er mannanna verk

Divider line

Í myndbandinu Mikilvægi menningarnæmis á vinnustöðum ræðir Nichole Leigh Mosty, fráfarandi forstöðumaður Fjölmenningarseturs, um hugtakið menningarnæmi og ástæður þess að fyrirtæki og stofnanir ættu að tryggja að starfsfólk þeirra fái fræðslu sem miði að því að vinna gegn hvers kyns mismunun, fordómum og rasisma.

Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, skrifar um menningarnæmi í greininni Menningin er mannanna verk:

„Menningarnæmi felur það í sér að læra að vinna með og skilja ólíkan menningarlegan bakgrunn, til að mynda hvers vegna sum fagna nýju ári út frá ólíkum tímatölum eða áhrifa ólíkrar menningar á viðbrögð og hegðun inn á vinnustað.” 

Lesa grein
 

VIRK og atvinnulífið - fimmtán farsæl ár

15 ára afmælisráðstefna VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs fór fram í Hörpu í liðinni viku. Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðis SA, flutti erindi á ráðstefnunni sem bar heitið VIRK og atvinnulífið - fimmtán farsæl ár.

Þar fór hann meðal annars yfir aðdragandann að stofnun VIRK og þá miklu framsýni og fyrirhyggju sem aðilar vinnumarkaðarins sýndu með því að setja á stofn úrræði sem tryggi fólki sem lendi í alvarlegum veikindum eða slysum tækifæri til að snúa til starfa á ný.

Úr erindi Páls Ásgeirs á ráðstefnunni:

„Mikil þekking og reynsla hefur byggst upp hjá VIRK á liðnum 15 árum. Það er afar mikilvægt að sú reynsla og þekking sé nýtt eins og kostur er af félags- og heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi vil ég nefna mikilvægi þess að uppbygging á þjónustu hins opinbera í málaflokknum taki mið af þeirri getu sem þegar er til staðar og miði fremur að því að byggja upp frekari þjónustu í kringum þau úrræði sem fyrir eru í stað þess að komið sé á fót svipaðri eða sambærilegri þjónustu hjá stofnunum hins opinbera. Öll viljum við byggja upp öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi en til þess að svo megi verða þarf að nýta til fulls þann kraft og þekkingu sem fyrir er.”

Lesa frétt
 

Carlsberg-ákvæðið: Sennilega ekki besta
ákvæði í heimi

„Þeir annmarkar sem eru á ákvæðinu munu ganga gegn markmiðum stjórnvalda og sveitarfélaga um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Að mati samtakanna eru útfærsla og takmörk hinna fyrirhuguðu kvaða óljós. Sé ætlunin að lögfesta heimild sveitarfélaga til að setja skilyrði um uppbyggingu tiltekinna tegunda íbúða þá verður ákvæðið að vera alveg skýrt um takmörk og umfang þeirrar heimildar.“

- Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA, og Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur og sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, skrifa um Carlsberg ákvæðið.

Lesa grein
 

Lítil og meðalstór fyrirtæki verði óneitanlega fyrir keðjuverkandi áhrifum

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, flutti erindi á kynningarviðburði UN Global Compact þar sem hún fjallaði um sjálfbærni og tækifæri í íslensku atvinnulífi. Þá fjallaði hún einnig um áhrif þeirra breytinga sem munu verða á regluverkinu á komandi misserum.

„Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs og lítil og meðalstór fyrirtæki mun óneitanlega verða fyrir keðjuverkandi áhrifum í gegnum virðiskeðjuna þegar stærri fyrirtækin fara að kalla eftir ítarlegri upplýsingum frá þeim um hvaða áhrif þeirra starfsemi hefur á vernd umhverfisins, félagslega þætti og efnahagsvöxt.”

Lesa frétt
 

Línurnar lagðar fyrir forsætistíð Spánar í ráðherraráðinu

Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins sóttu fund BusinessEurope, heildarsamtaka evrópskra atvinnurekenda, í Madríd í vikunni. Þar komu saman fulltrúar 40 aðildarsamtaka BusinessEurope í boði spænsku atvinnurekendasamtakanna, CEOE.

Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, og Árni Sigurjónsson, formaður SI, sátu einnig fund með Filippusi VI. Spánarkonungi, ásamt fulltrúum frá öðrum aðildarsamtökum BusinessEurope.

Lesa frétt
Áherslur BusinessEurope fyrir forsætistíð Spánar
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá