Kjaraviðræður

Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Frestun verkbanns og ráðgast um miðlunartillögu

Divider line
Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari.

Kæri félagsmaður.

Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins verkbanns um rúma 4 sólarhringa, þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.

Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir fundi með SA og Eflingu til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu. Samtök atvinnulífsins fresta því fyrirhuguðu verkbanni um rúma 4 sólarhringa að beiðni ríkissáttasemjara

Verkbannið nær til félagsmanna í Eflingu, sem starfa á félagssvæði Eflingar og sinna störfum sem falla undir almennan kjarasamning eða veitinga- og gistihúsasamning SA og Eflingar. SA munu veita nauðsynlegar undanþágur frá verkbanninu.

Hvað þýðir verkbann?
Spurt og svarað um verkbann
Undanþágur frá verkbanni
Frestun verkbanns til 6. mars

Þátttaka fyrirtækja í verkbanni ekki valkvæð

 

Fullyrðingar formanns Eflingar um að þátttaka í vinnustöðvunum sé valkvæð og án stuðnings í lögum eru rangar.

Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins.

Árétting: Þátttaka fyrirtækja í verkbanni ekki valkvæð

Endurspeglar vilja og einurð breiðs hóps atvinnurekenda

 

Aðildarfyrirtæki SA hafa nú samþykkt tillögu samtakanna um verkbann með 94,73% greiddra atkvæða. Hefði hvert fyrirtæki haft eitt atkvæði væri verkbannið samþykkt með rúmlega 80% atkvæða. Meirihluti aðildarfyrirtækja SA eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Nýafstaðin atkvæðagreiðsla um verkbann endurspeglar því vilja og einurð breiðs hóps atvinnurekenda af öllum stærðum þvert á atvinnugreinar.

Verkbann er neyðarúrræði atvinnurekenda til að bregðast við skæruverkföllum með það að markmiði að lágmarka tjón atvinnulífsins og samfélagsins af verkföllum.

Verkbann þrýstir á Eflingu að ganga til viðræðna við SA um gerð kjarasamninga á sömu nótum og nánast öll önnur stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum hafa nú þegar samið um.

Árétting: Þátttaka fyrirtækja í verkbanni ekki valkvæð

Næstu skref í deilunni

 

Mál Alþýðusam­bands Íslands gegn Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins vegna verk­banns­ins verður þing­fest í Fé­lags­dómi í dag. Þá verður mál Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, tekið fyrir í Félagsdómi í dag, en það snýr að miðlunartillögunni sem Aðalsteinn Leifsson lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan og félagsfólk Eflingar hefur ekki fengið að greiða atkvæði um.

Viðburðarík vika fram undan í deilunni
 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá